Our Unique Approach
What Makes Dale Carnegie Different?
Performance Change Pathway™
Við hjálpum þér að þróa skýra stefnumótandi sýn, fyrst með því að móta sýn fyrirtækisins og svo með því að afhjúpa þær hindranir sem gætu staðið í vegi fyrir því að komast á áfangastað. Það eru í raun þær hindranir sem við þurfum að hreinsa í burtu.
Nú þegar við vitum hvað hindrar þig skulum við eiga heiðarlegt samtal til að skilja hvar fyrirtækið stendur í dag þannig að við getum sett stefnuna á að ná markmiðunum. Þegar viðmiðið hefur verið sett og áætlun er fyrir hendi, getum við þróað sérsniðnar þjálfunarlausnir sem styðja sérstaklega við þarfir fyrirtækisins.
Við heyrum í starfsfólki á ýmsum sviðum til að hlusta á skoðanir á markmiðum fyrirtækisins, finna vöntun á hæfni og koma auga á viðhorf sem geta annað hvort stutt við eða grafið undan breytingunum..
Dale Carnegie þjálfun hefur áhrif á fólk þannig að það geti haft áhrif á fyrirtæki sín sem geta haft áhrif á samfélagið. Framfarir eru knúnar áfram af krafti umbreytingarinnar og sú vinna gerist innan frá. Þjálfunarlausnir okkar veita mælanlega árangur og kortleggja hæfileika sem við þurfa að vera fyrir hendi hjá starfsfólki til að ná markmiði fyrirtækisins.
Þjálfunin okkar er þekkt fyrir að kveikja á langvarandi hegðunarbreytingum og hvetja til tilfinningalegrar og vitsmunalegrar þátttöku í fyrirtækjum af öllum stærðum. Einstaklega árangursríkar aðferðir Dale Carnegie hafa farið um allan heim í meira en heila öld. Við erum staðráðin í að hjálpa þínu fyrirtæki að ná ykkar markmiðum.