icon Staðþjálfun

Dale Carnegie fyrir 16-19 ára

Á þessu námskeiði leggjum við grunnina að ábyrgð og meðvitund um mikilvægi þess að móta okkar eigin stefnu fyrir framtíðina. Við þjálfumst í því að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að auka sjálfstraust og bæta hæfni okkar. Sjálfsmyndin styrkist við jákvæðar upplifanir af okkur sjálfum og við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi.

Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði lærir þú aðferðir til þess að auka sjálfstraust þitt, efla samskiptafærni og leiðtogahæfileika. Þú lærir að bæta tjáningarhæfni þína og að auka jákvætt viðhorf til sjálfs þíns og verkefna lífsins.

Icon

Það sem þú lærir

Þú lærir leiðir til þess að auka sjálfstraust og leiðtogafærni. Lærir aðferðir til þess að styrkja sambönd og samvinnufærni. Þú lærir aðferðir til að auka jákvæðni og gleði. Þú þjálfast í því að tala fyrir fram hóp af fólki og verður betri í tjáningu. Þú lærir hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á okkur sjálf og aðra.

Icon

Af hverju er það mikilvægt

Þú vilt hafa gott sjálfstraust og hafa trú á því að þú getir það sem þú ætlar þér. Þú vilt kunna að setja þér skýr markmið og kunna aðferðir sem hjálpa þér að ná þeim. Þú vilt hafa drifkraft og frumkvæði sem ýtir undir jákvæðni hjá sjálfum þér og öðrum. Þig langar að líða vel með sjálfan þig.

Icon

Skrá mig á þetta námskeið

Þú eignast nýja vini, færð aukið sjálfstraust og lærir að koma fram án þess að upplifa stress og kvíða. Þú veist að þú getur mótað framtíðina og að þú getur haft mikil áhrif á aðra til góðs. Þú verður framkvæmdarstjórinn í eigin lífi.

Skrá mig á þetta námskeið

Page 1
Next

Þú hefur bætt við námskeiði frá öðru svæðiþ

Þú getur bara sett námskeið frá einu svæði í einu í körfuna þína.
Allt í góðu! Þú getur enn skráð þig á þetta námskeið og við skiptum þeirri skráningu út fyrir þessa.

“Inaction breeds doubt and fear. Action breeds confidence and courage. If you want to conquer fear, do not sit home and think about it. Go out and get busy.”

Dale Carnegie
Dale Carnegie